Kjörseðill fyrir Hverfið mitt tilbúinn í öllum hverfum borgarinnar

Mannréttindi

""

Íbúar í hverfum borgarinnar hafa nú lokið við að velja þær hugmyndir sem fara á kjörseðilinn fyrir kosninguna í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt í haust.

Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri, segir að val á hugmyndunum sem fóru á kjörseðlana í hverju hverfi hafi gengið vel. "Ferlið var gert opnara, gegnsærra og skilvirkara en áður og í samstarfi við íbúaráðin í hverfum borgarinnar. Haldnir voru fundir sem var streymt beint á Facebook og voru íbúar í hverfinu áhugasamir að taka þátt í uppstillingu kjörseðils og velja hvaða hugmyndir verði á kjörseðlinum í haust. Hugmyndirnar sem hafa komist áfram eru mjög fjölbreyttar, allt frá nýjum gönguleiðum, spennandi leiksvæðum og skemmtilegum sögu- og kynningarskiltum" segir Eiríkur.

Verkefnin sem verða á kjörseðli í kosningunum Hverfið mitt þann 29. september nk.:

Grafarvogur

Kjalarnes

Vesturbær

Grafarholt-Úlfarsárdalur

Miðborg 

Breiðholt

Laugardalur

Árbær

Háaleiti-Bústaðir

Hlíðar

Fyrirkomulag

Heildarfjármagn til ráðstöfunar eru 850 milljónir fyrir hverfin í kosningunni og er upphæðinni skipt niður eftir íbúafjölda. Ákveðið hefur verið að þau hverfi sem hafa yfir 80 milljónir til ráðstöfunar hafi 30 hugmyndir á kjörseðlinum, 25 hugmyndir verði á kjörseðlinum í öðrum hverfum.

Eiríkur Búi segir að nú sé allt til reiðu fyrir kosningarnar í haust. Kosningar i Hverfið mitt 2021 hefst þann 29. september næstkomandi og lýkur þann 13. október nk.  "Allir Reyk­vík­ing­ar sem verð­a 15 ára á þess­u ári og eldri geta kos­ið í ksoningunum og við hvetjum íbúa til að kynna sér málið og taka þátt".

Nánari upplýsingar um uppstillingu kjörseðla

Ef óskað er frekari upplýsinga er velkomið að hafa samband með tölvupósti í netfangið hverfidmitt@reykjavik.is

*tækar hugmyndir eru þær hugmyndir sem eru framkvæmanlegar út frá reglum verkefnisins sem má finna hér: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-almennar-upplysingar-2020-2021