Ketókompaní og Pizzu ís innkallaðir

Innkallanir matvæla

Nokkrar ístegundir sem voru innkallaðar

Ketókompaníið, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Ketóís frá Ketó Kompaníinu og ís frá Pizzunni sem framleiddir voru í einni af starfsstöðvum Pizzunnar í Reykjavík: Jarðaberja Ostakaka, Kökudeig, Saltkaramelluís, Fílakarmelluís, Daim og Mars Bragðaref (Pizzan) og Hockey Pulver Bragðaref (Pizzan).

Ástæða innköllunar er að við eftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að matvælaöryggi viðkomandi vara væri ekki tryggt á framleiðslustað og hætta er að varan sé ekki örugg til neyslu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við;

Vörumerki: Ketó Kompaní

Vöruheiti/Vara: Fílakaramelluís

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: Allar dagsetningar.

Nettómagn: 285 g

Vörumerki: Pizzan

Vöruheiti/Vara:  Daim og Mars. Bragðarefur.

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: Allar dagsetningar

Nettómagn: 285 g

Vörumerki: Pizzan

Vöruheiti/Vara: Hockey Pulver. Bragðarefur.

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: Allar dagsetningar

Nettómagn: 285 g

Það er Ketó Kompaní og Pizzan, Strandgata 75, 220 Hafnarfjörður, sem innkalla vöru.

Dreifing er í höndum Hagkaupa, Fjarðarkaupa, Heimkaupa, Melabúðinnar, Ísey Skyrbarnum og sölustöðum Pizzunnar.

Neytendum sem hafa keypt matvælin er bent á að neyta þeirra ekki. Þeir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Ketó Kompaníið (ketokompani@ketokompani.is) og fá hana bætta og eða farga henni. Einnig er hægt að koma með vöru merkta Pizzunni og skila henni á næsta útsölustað Pizzunnar eða farga henni. Hægt er að hafa samband við Pizzuna í gegnum síma: 5788888 eða á netfangið pizzan@pizzan.is

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Ketó Kompaníið, Strandgötu 75, 220 Hafnarfirði. Netfang: ketokompani@ketokompani.is. Jafnframt er hægt að hafa samband við Pizzuna, Strandgötu 75, 220 Hafnarfirði. Netfang: pizzan@pizzan.is og í síma 578 8888.