Velferðarráð efnir til hvatningarverðlauna fyrir eftirtektaverða alúð, þróun eða nýbreytni í velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Hægt er að skila inn tilnefningum til loka dags 9. júní.
Markmið hvatningarverðlauna velferðarráðs er að vekja athygli á og hampa því mannbætandi og gróskumikla starfi sem fer fram á vegum velferðarsviðs. Verðlaunin eiga að vera viðurkenning til verðlaunahafa og staðfesting þess að viðkomandi sé fyrirmynd annarra á því sviði sem um ræðir.
Hægt er að tilnefna einstakling, starfsstað, hóp eða verkefni sem vakið hefur athygli fyrir eftirtektaverða alúð, þróun eða nýbreytni í velferðarþjónustu árið 2020. Senda þarf inn tilnefningu fyrir lok dags 9. júní.
Smelltu hér til að setja inn tilnefningu.
Hvatningarverðlaun velferðarráðs hafa verið veitt frá því árið 2012, að árinu í fyrra undanskildu vegna þeirra aðstæðna sem Covid-19 skapaði. Fyrir árið 2019 hlaut Mánaberg, vistheimili barna, verðlaunin í flokki hópa og eða starfsstaða. Þá hlutu einnig verðlaun TINNA í flokki verkefna og Alda Róbertsdóttir, verkefnastjóri stuðningsþjónustu, í flokki einstaklinga. Að lokum hlaut Þóroddur Þórarinsson forstöðumaður viðurkenningu fyrir farsælt starf á sviði velferðarmála.
Hér má sjá hvaða einstaklingar og verkefni hafa hlotið hvatningarverðlaunin á síðustu árum:
Hvatningarverðlaun veitt árið 2018
Edda Ólafsdóttir félagsráðgjafi, í flokknum einstaklingar.
Stuðningsþjónustuteymi Miðgarðs, í flokknum hópar/starfsstaðir.
Fróðir foreldrar í flokknum verkefni.
Hrönn Egilsdóttir, ráðgjafi í Miðgarði og Jóna Kolbrún Halldórsdóttir, þjónustufulltrúi í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis fyrir farsælt starf á sviði velferðarmála.
Hvatningarverðlaun veitt árið 2017
Halldór K. Júlíusson, deildarstjóri, í flokknum einstaklingar.
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða í flokknum hópar/starfsstaðir.
K3 verkefnið í flokknum verkefni.
Guðný Jónasdóttir, forstöðumaður í Grundarlandi 17, fyrir farsælt starf á sviði velferðarmála.
Hvatningarverðlaun veitt árið 2016
Hákon Sigursteinsson deildarstjóri sérfræðiþjónustu í Þjónustumiðstöð Breiðholts, í flokknum einstaklingar.
Búsetukjarninn fyrir geðfatlaða Lindargötu 64 undir forystu Kristjáns Sigurmundssonar í flokknum hópar/starfsstaðir.
Austurstrætisverkefnið í flokknum verkefni.
Guðmundur Sigmarsson, verkefnastjóri, og Auður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi, fyrir farsælt starf á sviði velferðarmála.
Hvatningarverðlaun veitt árið 2015
Jónas Hallgríms Jónasson verkefnastjóri, í flokknum einstaklingar.
Hælisleitendateymi Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða í flokknum hópar/starfsstaðir.
Starfsmenn hælisleitendateymis: Inga Sveinsdóttir, Sólveig B Sveinbjörnsdóttir, Marin Þórsdóttir og Björk Hakansson í flokknum hópar/starfsstaðir.
Verkefnið Geðveikur fótbolti og fótboltaliðið FC Sækó í flokknum verkefni.
Hvatningarverðlaun veitt árið 2014
Droplaugarstaðir í flokknum hópar/starfsstaðir.
Arndís Þorsteinsdóttir, sálfræðingur, í flokknum einstaklingar.
Vettvangsgeðteymi Reykjavíkur í flokknum hópar/starfsstaðir.
Félagsauðsverkefnið „Lesum saman“ sem unnið er í umdæmi þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts í flokknum verkefni.
Sólveig Jónsdóttir, félagsliði í Heimaþjónustu Reykjavíkur, fyrir farsælt starf á sviði velferðarmála í 33 ár.
Hvatningarverðlaun veitt árið 2013
Hlíf Geirsdóttir, matsfulltrúi í flokknum einstaklingar.
Fjölskylduheimilið Ásvallagötu í flokknum starfsstaðir.
Korpúlfar, samtök eldri borgara í Grafarvogi í flokknum hópar/verkefni.
Virknihópur í Seljahlíð fyrir athyglisvert verkefni og þróunarstarf.
Hvatningarverðlaun veitt árið 2012
Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis í flokknum starfsstaðir.
Kristjana Gunnarsdóttir, deildarstjóri á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis í flokknum einstaklingar.
Starfshópur á Dalbraut 21–27 í flokknum hópar/verkefni.