Í sumar geta foreldrar og forráðamenn notað íþrótta- og frístundastyrk barna og ungmenna á leikjanámskeið, sumarnámskeið og sumarbúðir. Einnig er hægt að greiða keppnis- og mótsgjöld vegna íþróttaiðkana.
Styrkurinn er fyrir börn frá tekjulágum heimilum og er 45 þúsund krónur á hvert barn og hann er hægt að nota til 31. júlí. Þetta er framlenging á styrk sem stóð til boða í vetur en vegna Covid-19 hafa færri nýtt sér styrkinn en búist var við.
Ekki er gerð krafa um lágmarkstímabil íþrótta- og tómstundastarfs en styrkinn er einungis hægt að nota hjá þeim samtökum sem eru viðurkenndir aðilar að Frístundakorti Reykjavíkurborgar
Umsókn skal gerð með rafrænum hætti í gegnum Ísland.is og/eða Völu.
Til þess að hægt sé að ljúka greiðslu þarf að framvísa kvittun um þátttöku í sumarstarfi íþrótta eða tómstunda til Reykjavíkurborgar fyrir 15. ágúst 2021.