Innköllun á súkkulaðibitakökum frá Majó bakara

Heilbrigðiseftirlit

Majó bakari, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað frá neytendum súkkulaðibitakökur.



Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti

Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur

Nr. 35/2021

 

Reykjavík, 13.12.2021

Málsnúmer: 2021120146

Ástæða innköllunar er að ofnæmis- og óþolsvaldur, soja, kemur ekki fram í innihaldslýsingu. Neytendum sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir soja getur stafað hætta af vörunni.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Majó bakari

Vöruheiti: Súkkulaðibitakökur   

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: Allar best fyrir dagsetningar

Geymsluskilyrði: Á ekki við

Framleiðandi: Majó bakari

Framleiðsluland: Ísland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Majó bakari, Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík

Dreifing:

Kaffi Holt, Kirkjustétt 2, 113 Reykjavík

Matarbúðin Nándin, Austurgata 47, 220 Hafnarfjörður

Leiðbeiningar til neytenda:

Viðskiptavinir, sem  hafa ofnæmi fyrir soja eru beðnir um að neyta vörunnar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni til seljanda. Tekið skal fram að neytendum sem ekki hafa ofnæmi fyrir soja er óhætt að neyta vörunnar.

Nánari upplýsingar um innköllun:

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Marinó Flóvent, á netfanginu majo@majobakari.is eða í síma 771 7733.