E. Bridde ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum HUSK Fiber til glutenfri kost trefjar.
Framleiðandi vörunnar hefur ákveðið að innkalla allar tegundir HUSK trefja, allar lotur, allar best fyrir dagsetningar, vegna þess að Salmonella hefur greinst í þeim. Salmonella getur valdið niðurgangi, kviðverkjum, ógleði, hita og uppköstum. Nánari upplýsingar á vef Matvælastofnunar.
Upplýsingar um vörur sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: HUSK
- Vöruheiti: Fiber til glutenfri kost 100% Naturlig
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: Allar dagsetningar
- Lotunúmer: Öll lotunúmer
- Strikamerki: 5707657020010
- Nettómagn: 300 g
- Framleiðandi: ORKLA Health As
- Framleiðsluland: Danmörk
- Geymsluskilyrði: Á ekki við
Um dreifingu vörunnar sjá Apótek Vesturlands, Lyfja Seyðisfirði, Heilsuhúsið Kringlunni, Lágmúla (Lyfja) og Akureyri.
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt.
Nánari upplýsingar veitir E. Bridde ehf. í síma 577 1215 eða í gegnum netfangið ehb@ebridde.is.