Innköllun á Eat Real Quinoa Corn Puffs með jalapeño og cheddar bragði.
Heilbrigðiseftirlit
Innnes ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, stöðvað sölu og innkallað frá neytendum snakkið Eat Real Quinoa Corn Puffs með jalapeño og cheddar bragði.
Ástæða innköllunar er að varan getur innihaldið mjólk en hún er ekki tilgreind í lista yfir innihaldsefni. Varan getur því verið óörugg fyrir þá neytendur sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir mjólk eða mjólkurafurðum.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Eat Real
- Vöruheiti: Quinoa Corn Puffs Jalapeño & Cheddar Flavour
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: Allar best fyrir dagsetningar
- Lotunúmer: Allar lotur
- Strikamerki: 5026489489858
- Nettómagn: 113 g
- Geymsluskilyrði: Á ekki við
- Framleiðandi: United Snacks Ltd fyrir Eat Real c/o
- Framleiðsluland: Bretland
Það er Innnes ehf., Korngörðum 2, 104 Reykjavík, sem innkallar vöruna.
Dreifingaraðilar vörunnar eru Bónus og Hagkaup um land allt, Krambúðin, Kjörbúðin og Nettó um land allt, Melabúðin, Verslunin Einar Ólafsson ehf, Iceland Seljabraut, Vesturbergi og Engihjalla, Bláhornið, Bjarnabúð, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Frú Lauga, Hamraborg Ísafirði, Fræið Fjarðarkaup, Verslun Kassans á tímabilinu 23.11.20 – 31.5.2021. Leiðbeiningar til neytenda:
Viðskiptavinir sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir mjólk eða mjólkurafurðum eru beðnir um að neyta vörunnar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni til Innness ehf., Korngörðum 2, 104 Reykjavík.Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Innness ehf. í síma 532 4000 eða í gegnum netfangið ts[hja]innnes.is.