Innkalla vínberjalauf

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Istanbul Market, hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Grape Leaves, vínberjalauf.

Varnarefnaleifar eru yfir leyfilegum mörkum í vörunni, sem er ástæða innköllunar.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Durra
  • Vöruheiti: Grape Leaves
  • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 14.04.2022
  • Lotunúmer: 6741120
  • Strikamerki: 6251136008796
  • Nettómagn: 300 g
  • Upprunaland: Egypta
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Istanbul Market, Grensásvegi 10.

Varan er einungis seld í Istanbul Market, Grensásvegi 10.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni gegn endurgreiðslu í verslun Istanbul Market að Grensásvegi 10

Nánari upplýsingar veitir Istanbul Market í síma 6167201 eða í gegnum netfangið istanbulmarket.is@gmail.com.