Innkalla Samyang hot chicken flavor cup ramen.

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað sölu og innkallar hér með frá neytendum vöruna Samyang hot chicken flavor cup ramen.

Merkingar, þ.m.t. upplýsingar um ofnæmis- eða óþolsvalda, eru á óleyfilegu tungumáli og geymsluþolsmerkingum vörunnar hefur verið breytt.  Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er með breytingar á matvælaupplýsingum til frekari rannsóknar.

Óheimilt er að gera breytingar á matvælaupplýsingum þannig að þær villi um fyrir neytendum, dragi úr neytendavernd og möguleikum neytenda að taka upplýstar ákvarðanir.

Neytendum með ofnæmi eða óþol getur stafað hætta af vörunni.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: Samyang hot chicken flavor cup ramen
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 25.1.2023
  • Strikamerki: 8801073210776
  • Nettómagn: 70 g
  • Framleiðandi: Samyang Foods Co., Ltd
  • Framleiðsluland: Suður-Kórea

Um dreifingu sér verslunin Álfheimar, Álfheimum 2, 104 Reykjavík.

Neytendur eru beðnir um að neyta vörunnar ekki og farga.

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í gegnum netfangið heilbrigdiseftirlit[hja]reykjavik.is eða í síma 411 1111.