Innkalla Panang Curry Paste, Kari Curry Paste og Samyang Cheese Ramen núðlur

Heilbrigðiseftirlit

""

Verslunin Álfheimar, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Panang Curry Paste, Kari Curry Paste og Samyang Cheese Ramen núðlur.

Ástæða innköllunar er að merkingar, þ.m.t. upplýsingar um ofnæmis- og óþolsvalda, eru á óleyfilegu tungumáli. Panang Curry Paste og Kari Curry Paste innihalda rækjur (skelfisk). Samyang Ramen núðlurnar innihalda m.a. hveiti, mjólk, soja og sesam.

Neytendum með ofnæmi eða óþol getur stafað hætta af vörunum.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: Panang Curry Paste 
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 26.8.2021
  • Strikamerki: 8 855237 000581
  • Nettómagn: 50 g
  • Framleiðandi: Nittaya Thai Curry Products Co., Ltd.
  • Framleiðsluland: Taíland
  • _________________________________________________________________________________
  • Vöruheiti: Kari Curry Paste        
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 06.09.2020
  • Strikamerki: 8 855237 000598
  • Nettómagn: 50 g
  • Framleiðandi: Nittaya Thai Curry Products Co., Ltd.
  • Framleiðsluland: Taíland
  • _________________________________________________________________________________
  • Vöruheiti: Stir-fried Noodle Hot Spicy Chicken Cheese Flavor Ramen
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 25.01.2023
  • Strikamerki: 8 801073 113268
  • Nettómagn: 140 g
  • Framleiðandi: Samyang Foods Co., Ltd.
  • Framleiðsluland: Suður-Kórea

Það er verslunin Álfheimar, Álfheimum 2, 108 Reykjavík sem innkallar vöruna og sér um dreifingu.

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í Verslunina Álfheima þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við Verslunina Álfheimar, Álfheimum 2.