Innkalla ostaslaufur vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda
Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit
Myllan, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum ostaslaufur.
Ástæða innköllunar:
Vegna mistaka var rangri vöru pakkað í ostaslaufupoka. Ranga varan inniheldur ofnæmisvaldana hnetur og soja.
Hver er hættan?
Neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir hnetum og/eða soja eru varaðir við að neyta vörunnar. Varan er örugg þeim sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir hnetum og/eða soja.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Myllan
Vöruheiti: Ostaslaufur
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetningar: 10.09.2021
Strikamerki: 5690568014967
Nettómagn: 4 stk
Geymsluskilyrði: Á ekki við
Framleiðandi: Myllan
Framleiðsluland: Ísland
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Myllan, Blikastaðavegi 2, 112 Reykjavík.
Dreifing:
Verslanir um allt land.
Leiðbeiningar til neytenda:
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um skila henni í þá verslun sem hún var keypt eða til Myllunnar, Blikastaðavegi 2, 112 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar veitir gæðadeild Myllunnar í síma 510 2300 eða með tölvupósti á gaedaeftirlit@myllan.is.