Innkalla kókosmjólk og kókosrjóma

Innkallanir matvæla

""

Icepharma, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Isola BIO Cocco Cuisine kókosrjóma og Isola BIO Coconut 0% Sugars kókosmjólk.

Ástæða innköllunar:

Varnarefnið ethylene oxíð var notað við framleiðslu á aukefninu gúargúmmí (E 412) sem síðan var notað við framleiðslu á vörunum.  Ethylene oxíð er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu.

Hver er hættan?

Ethylene oxíð hefur ekki bráða eiturvirkni en efnið hefur erfðaeituráhrif (getur skaðað erfðaefnið) og getur því haft skaðleg áhrif á heilsu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Isola BIO

Vöruheiti: Coconut 0% Sugars (kókosmjólk ósæt)          

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetningar: 15.2.2022, 23.11.2021 og 6.5.2021

Lotunúmer: 210215, 201123 og 210126

Strikamerki: 8023678728078

Nettómagn: 1 l

Geymsluskilyrði: Á ekki við

Framleiðandi: Ecotone

Framleiðsluland: Ítalía

Vörumerki: Isola BIO

Vöruheiti: Cocco Cuisine (kókosrjómi) 

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetningar:  28.1.2022 og 25.11.2021

Lotunúmer: 210128 og  201125

Strikamerki: 8023678423409

Nettómagn: 200 ml

Geymsluskilyrði: Á ekki við

Framleiðandi: Ecotone

Framleiðsluland: Ítalía

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.

Dreifing:

Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Kjörbúðinar, Krambúðin, Melabúðin, Brauðhúsið, Hreyfing, Iceland, Kaupfélag V-Húnvetninga, Heimkaup, Svala Reykjavík, Veganmatur.

Leiðbeiningar til neytenda:

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreind matvæli eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga en einnig er hægt að skila þeim í þeirri verslun þar sem þau voru keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar um innköllun:

Nánari upplýsingar veitir Davíð Berg Ragnarsson vörumerkjastjóri Icepharma í síma 540 8072 eða með tölvupósti á netfangið davidb[hja]icepharma.is.