Húsnæðisfélögum boðið til samstarfs

Umhverfi Stjórnsýsla

""

Reykja­vík­ur­borg leitar eftir samstarfs­að­ilum sem hafa uppi áform um uppbygg­ingu húsnæðis án hagn­að­ar­sjón­ar­miða í borg­inni á næstu tíu árum. Bæði getur verið um að ræða aðila sem byggja húsnæði á grund­velli stofn­fram­laga Húsnæðis- og mann­virkja­stofn­unar en einnig aðila sem vinna utan þess.

Í auglýsingu sem birtist í dag hafa áhuga­samir aðilar frest til og með 26. maí til að lýsa yfir áhuga sínum og skila inn upplýsingum, sem munu nýtast Reykjavíkurborg við að móta fram­tíðaráætlun um úthlutun lóða í borg­inni. Á vefsíðunni Íbúðauppbygging: Tækifæri fyrir húsnæðisfélög kemur fram að leitað er að upplýsingum um reynslu aðila að uppbyggingu íbúða, fjárhagslegri getu þeirra, auk upplýsinga um skipulag og samþykktir.

Verk­efnið er hluti af Græna plani Reykja­vík­ur­borgar sem miðar að því að skapa græna, vaxandi borg fyrir fólk. Í efna­hags­vídd Græna plansins kemur meðal annars fram að í borg­inni byggist árlega upp 1.000 íbúðir og þar af 250 íbúðir á vegum húsnæð­is­fé­laga.