Hljómsveitin Ólafur Kram - sigurvegari Músíktilrauna 2021

Menning og listir Mannlíf

""

45 hljómsveitir stigu á svið á fjórum undankvöldum Músíktilrauna 2021 nú um síðastliðna Hvítasunnuhelgi. Úrslitin voru þann 29. maí og vann hljómsveitin Ólafur Kram verðlaunin.

Músíktilraunir er tónlistarhátíð/keppni sem hefur, allt frá árinu 1982, verið einn aðalvettvangurinn fyrir ungar íslenskar hljómsveitir og tónlistarfólk á aldrinum13-25 ára til að koma tónlist sinni á framfæri. Hitt Húsið, miðstöð ungs fólks sér um framkvæmd hátíðarinnar.

Mikil fjölbreytni var í stefnum og stílum hljómsveitanna og aðsókn á undankvöldin og úrslit þann 29. maí voru með eindæmum góð.

Eftir æsispennandi úrslitakvöld þar sem að 12 hljómsveitir spiluðu var niðurstaða dómnefndar og símakosningar tilkynnt. Spenna lá í loftinu og eftirvæntingin var mikil jafnt hjá áhorfendum sem þátttakendum. Glæsileg verðlaun voru veitt, hljóðverstímar, spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum hérlendis og úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum svo dæmi séu nefnd.

Eftirfarandi aðilar hlutu verðlaun á Músíktilraununum í ár og verður spennandi að fylgjast með þessu hæfileikaríka tónlistarfólki í nánustu framtíð.

1. sæti

Ólafur Kram

2. sæti

Eilíf sjálfsfróun

3. sæti

Grafnár

Hljómsveit fólksins

Piparkorn

Söngvari Músíktilrauna

Halldór Ívar Stefánsson - Eilíf sjálfsfróun

Gítarleikari Músíktilaruna

Ívar Andri Bjarnason - Sleem

Bassaleikari Músíktilrauna

Guðmundur Hermann Lárusson - Krownest

Hljómborðsleikari Músíktilrauna

Magnús Þór Sveinsson - Piparkorn

Trommuleikari Músíktilrauna

Alexandra Rós Norðkvist-

Salamandra, The Parasols og Æsa

Rafheili Músíktlrauna

Júlíus Óli Jacobsen - Dopamine Machine

Viðurkenning fyirir textagerð á íslensku

Ólafur Kram