Þessa dagana standa yfir heilsudagar í félagsstarfi eldri borgara í Laugardal og Háaleiti. Heilsudagar hefjast í framhaldi af Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum10. október og munu standa yfir í 4 vikur.
Á heilsudögum eru í boði margskonar fræðslufyrirlestrar og skemmtun. Erindi um næringu, hreyfingu, líðan og lífsstíl. M.a. koma sérfræðingar frá Embætti landlæknis og frá Endurhæfingarteymi og erindi frá starfsmönnum í Þjónustumiðstöðinni svo og íþróttafræðingi, næringarfræðingum og homopata. Þórunn Sveinbjörnsdóttir fyrrum formaður Landssambands eldri borgara mun vera með hvatningarerindi sem hún nefnir: „Þetta verður góður dagur“ og Svanur Heiðar Hauksson félagsráðgjafi flytur erindið „Gleðin er besta víman“ Guðmunda Steingrímsdóttir sjúkraliði erindið „Er heima best“ o.fl. og fl.
Heilsudagskrá er kynnt nánar í félagsmiðstöðvunum og er fólki bent á að kynna sér þá fjölbreyttu dagskrá sem í boði er.
Heilsudagskrá er á eftirtöldum stöðum og allir velkomnir:
Félagsmiðstöðin Dalbraut 27
Félagsmiðstöðin Furugerði 1
Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56 – 68
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31
Félagsmiðstöðin Norðurbrún 1
Næsta föstudag 15. okt er eftirfarandi á dagskrá kl. 13.30
- í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31: Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri hjá embætti Landlæknis flytur fræðsluerindið „ Fimm leiðir að vellíðan“ og Helga Margrét Guðmundsdóttir tómstunda – og félagsmálafræðingur erindið: „Maður getur meira með öðrum“ og sýnir stuttmyndina „Við erum til“ sem byggð er á viðtölum við nokkra einstaklinga um nírætt sem búa í eigin húsnæði og sjá um sig sjálfir.
- Í Félagsmiðstöðinni Hvassaleiti 56 – 58: Hólmfríður Þorgrímsdóttir verkefnastjóri hjá embætti landlækni flytur erindi um næringu.
-
Í Félagsmiðstöðinni Norðurbrún 1; Guðmunda Steingrímsdóttir sjúkraliði flytur erindið „Er heima best“
- Í Félagsmiðstöðinni Furugerði; Svanur Heiðar Hauksson félagsráðgjafi flytur erindið „ Gleðin er besta víman“
- Guðmunda Steingrímsdóttir sjúkraliði flytur erindið „Er heima best“
- Í Félagsmiðstöðinni Dalbraut 27 kl.14: Guðrún Ólafsdóttir hómópati flytur erindið: „Lækningin býr í þér“
Þátttaka í félagsstarfinu er öllum opin óháð aldri eða búsetu. Í starfseminni er heilsuefling og aukin virkni þátttakenda höfð að leiðarljósi og eru fjölmörg verkefni og hópastarf með það eitt að markmiði. Reglulega er gefin út dagskrá sem birt er á starfsstöðvunum og viðburðir kynntir í Mbl daglega og á FB síðum félagsmiðstöðvanna.
Í félagsmiðstöðvunum liggja frammi ýmis upplýsingarit um þjónustu borgarinnar við aldraða. Sett hafa verið upp göngukort/hreyfikort en þar má sjá merktar gönguleiðir.
Öll velkomin.