Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallar Þristamús

Heilbrigðiseftirlit

Salathúsið, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað frá neytendum Þristamús. Ástæða innköllunar er að varan innheldur eggjarauður sem ekki eru tilgreindar í lista yfir innihaldsefni.

Varan er ekki örugg fyrir neytendur sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir eggjum og afurðum úr þeim.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti: Þristamús    

Geymsluþol: Síðasti notkunardagur 

Dagsetning: Allar dagsetningar til og með 21.01.2022

Geymsluskilyrði: Kælivara

Framleiðandi: Salathúsið ehf., Sundagörðum 10, 104 Reykjavík

Framleiðsluland: Ísland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Salathúsið ehf., Sundagörðum 10, 104 Reykjavík

Dreifing:

Verslanir Nettó (Selfossi, Grindavík, Krossmóa, Glerártorgi, Egilsstöðum, Borgarnesi, Ísafirði, Höfn, Hrísalundi, Húsavík, Iðavöllum, Mjódd, Hafnarfirði, Granda, Búðakór, Salavegi, Mosfellsbæ, Lágmúla, Nóatúni, netverslun), Krambúðarinnar Hólmavík, Laugalæk og Búðardal, Kjörbúðarinnar Neskaupsstað, Eskifirði, Ólafsfirði og Garði, og Iceland Arnarbakka, Hafnarfirði og Engihjalla.

Leiðbeiningar til neytenda:

Neytendur sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir eggjum og afurðum úr þeim eru beðnir um að neyta vörunnar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni til Salathússins, Sundagörðum 10, 104 Reykjavík.

Nánari upplýsingar um innköllun:

Nánari upplýsingar um innköllunina má fá hjá Salathúsinu í síma 412 1300.