Halldóra nýr leikskólastjóri í Ösp

Skóli og frístund

""

Halldóra Sigtryggsdóttir, sem leyst hefur af sem leikskólastjóri í Ösp undanfarið ár, hefur verið fastráðin í starf leikskólastjóra

Halldóra hefur starfað sem grunnskólakennari í Svíþjóð og kennt fullorðnum íslensku. Hún hefur einnig starfað sem sérkennslustjóri og deildarstjóri í leikskóla og tók við tímabundnu starfi leikskólastjóra í Klettaborg. Þá stjórnaði hún  leikskólanum Ösp í afleysingum á liðnu ári.

Halldóra  hefur lokið B-Ed gráðu sem grunnskólakennari frá Háskóla Íslands, með kennsluréttindi á leikskólastigi. Hún er í M-Ed nám í sérkennslufræðum og skóla margbreytileikans.

Starf leikskólastjóra í Ösp var auglýst til umsóknar í febrúar sl. Tveir sóttu um auk Halldóru en hvorugur umsækjandi uppfylltu menntunarskilyrði fyrir leikskólastjórastöðuna.

Halldóru er óskað velfarnaðar í starfi.

Heimasíða leikskólans