Grænt húsnæði framtíðarinnar kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur

Útsendingar Umhverfi

""

Borgarstjórinn í Reykjavík býður til kynningar um framtíðaruppbyggingu húsnæðis í borginni. Borgin mun vaxa og íbúum og störfum fjölga en á sama tíma þarf útblástur að dragast saman. Það er áskorun sem krefst nýrrar nálgunar. Á fundinum verður farið yfir mörg þeirra verkefna í Reykjavík sem styðja við framtíðarsýn Græna Plansins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og skapa öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir alla.

Kynningin verður haldin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkurborgar og verður einnig send út beint á vef Reykjavíkurborgar.

Dagskrá:

  • Grænt húsnæði framtíðarinnar

    Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 
  • Hagkvæmt húsnæði í Reykjavík

    Fulltrúar verkefnahópa kynna framvindu verkefna 
    • Gufunes – Þorpið vistfélag – Runólfur Ágústsson, þróunar- og verkefnastjóri Þorpsins og Sólveig Berg, arkitekt hjá Yrki
    • Gufunes – Hoffell – Jóhann Einar Jónsson, arkitekt hjá Teiknistofu arkitekta
    • Úlfarsárdalur – Urðarsel – Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Urðarsels
  • Reinventing Cities - Grænar þróunarlóðir
    • Niðurstöður dómnefndar   
    • Kynning á vinningstillögum        

Fundarstjóri er Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs.



Áskorunum í umhverfis- og húsnæðismálum svarað með skapandi grænum lausnum  

Húsnæð­ismál eru eitt mikil­væg­asta verk­efni samtímans. Bygg­ingar­iðn­að­urinn keppist við að svara mikilli íbúðaþörf en skilur um leið eftir sig djúpt kolefn­is­fót­spor. Þessum áskorunum þarf að svara með sérstakri áherslu á skap­andi grænar lausnir. Til fram­tíðar viljum við sjá grænt borg­ar­um­hverfi, sem býður upp á grænan lífs­stíl í samgöngum, borg­ar­bú­skap/matjurta­rækt, endur­vinnslu og sorp­lausnum, blágrænum ofan­vatns­lausnum, svo dæmi séu tekin.

Leitað að hugmyndum um húsnæði framtíðar með léttu vistspori  

Reykja­vík­ur­borg auglýsti þann 6. maí eftir skap­andi hugmyndum að íbúð­ar­hús­næði fram­tíð­ar­innar með áherslu á grænar lausnir. Öllum velkomið að senda inn hugmynd fyrir 26. maí nk., hvort sem um er að ræða nýja hugmyndafræði, nýja byggingaraðferð eða blöndu aðferða. Borgin hyggst leggja til spenn­andi þróun­ar­reiti á Veðurstofureit, við Arnarbakka, Völvufell, Suðurfell og Suðurlandsbraut og hvetja þannig til vist­vænnar uppbygg­ingar. Sjá nánar um hugmyndaleitina á vef Reykjavíkurborgar.  

Reinventing Cities - Grænar þróunarlóðir  

Á undan­förnum árum hefur Reykja­vík­ur­borg unnið að nýjum lausnum í húsnæð­is­málum. Þetta hefur m.a. verið gert með þátt­töku í alþjóðlegri samkeppni á vegum samtakanna C40 undir merkjum Rein­venting Cities þar sem lykil­reitir í borg­inni eru þróaðir samkvæmt lausnum á sviði sjálf­bærni, umhverf­is­gæða og lægra kolefn­is­fót­spors. Yfirstandandi samkeppni er sú önnur í röðinni en í henni bauð Reykjavíkurborg fram tvær þróunarlóðir, Gufunesbryggju og Sævarhöfða 31. Keppnin snýst um að þverfagleg teymi móti framtíðarsýn fyrir lóðirnar með það að meginmarkmiði að þar rísi fyrirmyndarbyggingar í sjálfbærni. Á fundinum mun borgarstjóri tilkynna niðurstöður dómnefndar og sigurvegarar kynna sínar tillögur. Þá mun borgarstjóri fjalla almennt um samkeppnina, m.a. um nýjustu viðbótina Students Reinventing Cities. Sjá nánar um samkeppnina hér.   

Hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur  

Hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaup­endur er verkefni sem hefur verið í gangi um nokkurt skeið og borgin hefur lagt fram valin svæði fyrir þessa uppbyggingu. Borgin tryggir hag kaupenda því lóðaúthlutun er bundin skilyrðum til að ágóði lóðaúthlutunar skili sér til kaupendanna, ungs fólks og fyrstu kaupenda. Kvöðum er þinglýst til að renna skorðum fyrir að íbúðir hækki í verði umfram vísitölu. Sjá nánar á upplýsingasíðu um Hagkvæmt húsnæði.

Verið er að þróa og byggja íbúðir á níu reitum víðs­vegar um borgina og fáum við innsýn inn í þrjú þeirra, tvö verkefni í Gufunesi og eitt í Úlfarsárdal.