Gönguleiðir endurnýjaðar í eldri hverfum

Samgöngur

""

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum á þessu ári.

Alls verða endurnýjaði um 2,6 kílómetrar af gangstígum og gangstéttum. Verkefnin eru að hluta til unnin í samstarfi við Veitur vegna endurnýjunar á lagnakerfum í rótgrónum hverfum borgarinnar. Að hluta til er um að ræða verkefni sem boðin voru út á árinu 2020 en komust ekki til framkvæmda þá. Framkvæmdir eru þegar hafnar við nokkrar götur. Kostnaðaráætlun vegna verkefna ársins 2021 er 250 milljónir króna.

Um er að ræða verkefni á eftirfarandi stöðum.

Breiðholt

Völvufell – Unufell malbikaður stígur

Elliðaárdalur við Heimahvamm - malbikaður stígur

Arnarbakki – malbikaður stígur að austanverðu

Strýtusel 15 – 22 malbikaður stígur á milli lóða

Skógarsel sunnan megin – Stokkasel – Skagasel

Grafarvogur

Hallsvegur Rimahverfi – stígur norðan undirganga

Háaleiti og Bústaðir

Eyrarland austan megin / Bjarmaland að Brúnalandi

Hlíðar

Stigahlíð vestan megin / Hamrahlíð norður

Laugardalur

Hofteigur – malbikaður stígur að Kringlumýrarbraut

Miðborg

Egilsgata norðan megin / Snorrabraut að Barónsstíg

Leifsgata beggja vegna / Þorfinnsgata að Barónsstíg

Vesturbær

Kaplaskjólsvegur austanmegin – Hagamelur að Víðimel

Suðurgata austan megin - Hringbraut að Sturlugötu

Ánanaust – malbikaður stígur að baklóðum

Fjörugrandi sunnan megin