Starfsfólkið í leikskólanum Árborg hélt garðpartý fyrir allt skólasamfélagið í liðinni viku; nemendur, foreldra og starfsfólkið.
Gleðin skein úr hverju andliti enda lét sólin sjá sig - og skólinn að opna dyrnar á ný fyrir foreldrum og öðrum gestum eftir margra mánaða covid-höft. Og eins og í öllum góðum partýum var boðið upp á tónlist og fjöldasöng, útimyndlist, sápukúlur, andlitsmálningu og léttar veitingar. Gaman saman í Árborg alla daga.
#gamansaman, #draumargetaraest #latumdraumanarætast