Fyrsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins á þessum vetri verður miðvikudaginn 15. september klukkan 8.30-10.00. Að þessu sinni er spurt hvað er til ráða við kynferðisofbeldi gegn börnum?
Sigríður Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, fjallar um hvernig hægt er að vernda börn gegn kynferðisofbeldi.
Kolbrún Karlsdóttir, sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi í Barnahúsi, fjallar um ferli mála hjá Barnahúsi.
Og að lokum fjallar Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, um forvarnargildi góðrar kynfræðslu gegn kynferðisofbeldi.
Fundarstjóri er Linda Hrönn Þórisdóttir.
Fundurinn fer fram á fjarfundakerfinu Zoom. Tengill á fundinn verður sendur þeim sem skrá sig tímanlega. Fundurinn er öllum opinn.
Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu og forvarnir og heldur á hverjum vetri fundi með fjölbreyttri fræðslu um málefni barna og ungmenna.
Ef fólk er að nota zoom í fyrsta sinn er mælt með kynningu um kerfið á heimasíðunni zoom.is.