Annar morgunverðarfundur Náum áttum hópsins á þessum vetri verður miðvikudaginn 13. október klukkan 8.30-10.00. Að þessu sinni er spurt um leiðir til að efla félagsfærni og vellíðan barna í skólum.
- Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis, talar um kennslu í félags- og tilfinningafærni í skólum á Íslandi.
- Viktoría Unnur Viktorsdóttir, kennari í Norðlingaskóla, fjallar um kennsluefnið Upright sem leið til að efla seiglu og þrautseigju meðal barna í grunnskólum.
- Og að lokum fjallar Pétur Hjörvar Þorkelsson, sérfræðingur í innleiðingu Barnasáttmálans, um réttindaskóla og frístundir.
Fundarstjóri er Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.
Fundurinn fer fram á fjarfundakerfinu Zoom. Tengill á fundinn verður sendur þeim sem skrá sig tímanlega. Fundurinn er öllum opinn.
Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu og forvarnir og heldur á hverjum vetri fundi með fjölbreyttri fræðslu um málefni barna og ungmenna.
Ef fólk er að nota zoom í fyrsta sinn er mælt með kynningu um kerfið á heimasíðunni zoom.is.