Dagur villtra blóma í Laugarnesi

Umhverfi Mannlíf

""

Árlega er haldið upp á dag hinna villtu blóma á Norðurlöndunum þriðja sunnudag í júní. Í ár er dagur hinna villtu blóma 20. júní nk.

Í tilefni dagsins býður Grasagarður Reykjavíkur í samstarfi við Flóruvini og Listasafn Íslands/Listasafn Sigurjóns Ólafssonar upp á ókeypis gönguferð um Laugarnesið.

Í göngunni, sem Svavar Skúli Jónsson garðyrkjufræðingur hjá Grasagarðinum leiðir, verða plöntur greindar til tegunda og fjallað um gróður svæðisins.

Gestir eru hvattir til að taka með sér flórubækur og stækkunargler.

Gangan hefst kl. 15 sunnudaginn 20. júní við bílastæði Listasafns Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi.

Öll velkomin.