Dagur gegn einelti

Skóli og frístund

""

Í tilefni af degi gegn einelti 8. nóvember fá allir 5. bekkingar gjöf, en kannanir sýna að einelti virðist koma oftar upp hjá börnum í 5.-7. bekk grunnskóla, einmitt á mótum barnæskunnar og unglingsáranna.

Árlegur dagur gegn einelti er i dag, mánudaginn 8. nóvember. Á þessum degi er lögð sérstök áhersla á vinsemd, virðingu og jákvæð samskipti því öll spilum við hlutverk í vellíðan og velferð samferðafólks okkar í lífinu.

Kannanir sýna að einelti virðist koma oftar upp hjá börnum í 5.-7. bekk grunnskóla, einmitt á mótum barnæskunnar og unglingsáranna. Af þeim sökum vill teymi SFS um Vinsamlegt samfélag horfa sérstaklega til 5. bekkjar á Degi gegn einelti í ár. Nemendur þessa árgangs fá í dag einbeitingarleikfang (e. fidget toy) að gjöf sem rannsóknir hafa sýnt að getur haft jákvæð áhrif á viðhorf barnanna, athygli og samskipti við jafnaldra. Leikfangið er hjartalaga, í regnbogalitunum og með áletruninni VERUM VINIR.

Á þessari slóð má finna myndbönd fyrir börn og fullorðna um forvarnir gegn einelti.