Breyttur opnunartími í þjónustuveri Borgarinnar

Stjórnsýsla

""

Mánudaginn 7. júní taka í gildi breytingar á opnunartíma þjónustuvers Reykjavíkurborgar í Borgartúni og Ráðhúsi Reykjavíkur.

Nýr opnunartími verður frá 08:30-16:00. Afgreiðsla teikninga og móttaka umsókna fyrir embætti Byggingarfulltrúa verður alla virka daga frá 08:30-15:30.

Þetta er gert til að samræma opnunartíma í framlínuþjónustu borgarinnar og einnig til að koma til móts við styttingu vinnuvikunnar.