Breiðholtskrakkar 1.-2. bekkur

Skóli og frístund Íþróttir og útivist

""

„Breiðholtskrakkar 1.-2. bekkur“ veitir börnum í fyrsta og öðrum bekk tækifæri til að stunda tvær gerðir íþrótta, tónlistar eða dans samtímis og greiða aðeins kr. 25.000 fyrir þátttöku sína á önn. 

Forráðamenn greiða 25.000kr. (helming frístundastyrks) fyrir þátttöku á vorönn 2021. Reykjavíkurborg greiðir aukaframlag með hverjum þátttakanda (kr. 15.000) beint til íþrótta- og frístundaðila sem þjónusta þátttakandann. Skráning fer fram á www.breidholt.is eða á vefsíðum íþrótta- og frístundaaðila hér að neðan. Ef þátttakanda finnst að valinn kostur henti ekki er mögulegt að skipta yfir í annan á miðri önn án aukagjalds.

  • Fyrir hverja? Börn sem eiga lögheimili í Breiðholti og stunda nám í 1.-2. bekk geta nýtt sér þetta tækifæri.
  • Frístundarúta: Gjaldfrjáls frístundarúta ekur um Breiðholt á virkum dögum milli 13:55-15:45. Rútan auðveldar börnum að komast frá skóla/frístundaheimili og í íþróttir, tónlist eða dans. Áætlun rútunnar má finna hér.
  • Nánariupplýsingar: Þráinn Hafsteinsson verkefnastjóri frístunda og félagsauðs, Þjónustumiðstöð Breiðholts. thrainn.hafsteinsson@reykjavik.is 

Valkostir: