Borgarstjórnarfundir rauntímatextaðir

Stjórnsýsla

Borgarstjórnarfundur sem hefst nú klukkan tvö er síðasti borgarstjórnarfundur ársins en um leið fyrsti fundurinn sem verður rauntímatextaður.

Um er að ræða tilraunaverkefni sem skrifstofa borgarstjórnar stóð fyrir með samningi við fyrirtækið Tiro. Verkefnið hefst í dag og stendur til loka kjörtímabils. 

Fundurinn í dag er tilraunafundur áður en skrifað verður undir samning um tilraunaverkefnið. Samningurinn er svo í vinnslu á vettvangi forsætisnefndar.

Fundurinn með textun