Borgarstjóri flytur starfsstöð sína í hverfi borgarinnar

Stjórnsýsla

""

Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, flytur starfsstöð sína út í hverfi borgarinnar næstu vikur og mánuði. Hann byrjar í hverfi Bústaða og Háaleitis í þessari viku, 12. til 14. október.

Frá  þriðjudegi til fimmtudags mun borgarstjóri ásamt nánasta samstarfsfólki hafa aðsetur  í Þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða í Efstaleiti 1.

Borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum hverfisins í Réttarholtsskóla fimmtudaginn 14. október klukkan 20. Þar verða kynntar tillögur að nýju hverfisskipulagi, fjallað um þjónustu Víkings í hverfinu og fleira. Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt. Fundurinn verður í beinu streymi og geta þeir sem ætla sér að taka þátt í fjarfundinum sett inn spurningar á viðburðarsíðu hverfafundarins.

Auk þess að halda hverfafund mun borgarstjóra m.a.  hitta fulltrúa foreldrafélaga, stjórnendur skóla og leikskóla, starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar, heimsækja Hjálpræðisherinn, taka hús á Víkingum, fara í frístundarútuna, hitta formann Sjómannadagsráðs og heimsækja Hrafnistu við Sléttuveg.

Næst liggur leið borgarstjóra í Hlíðarnar, vikuna 26. til 28. október og síðan verður hann í Laugardalnum vikuna 16. til 18. nóvember. Ferð borgarstjóra um hverfin verður svo haldið áfram á nýju ári.