Nýleg skoðanakönnun Gallup sýnir að traust á borgarstjórn meðal allra á landinu eykst um fimm prósent úr 17 – 22 prósent. Það segir þó ekki alla söguna því 34 prósent Reykvíkinga treysta borgarstjórn.
Traust til borgarstjórnar meðal allra á landinu eykst milli ára úr 17 prósentum í 22 prósent. Um leið sýnir niðurbrot Gallup að traust Reykvíkinga til borgarstjórnar er 34 prósent á meðan traust íbúa landsbyggðarinnar á borgarstjórn er einungis um 13 prósent. Þá er traust íbúa í kragasveitarfélögunum til borgarstjórnar 17 prósent.
Lágt traust sem mælst hefur til borgarstjórnar má helst rekja til þess að borgarstjórn virðist njóta lítils trausts á landsbyggðinni. Þegar svör Reykvíkinga eru hins vegar skoðuð mælist traust til Borgarstjórnar 34 prósent sem er þriðja hæsta mælingin í sögu traustsmælinga á borgarstjórn. Mælingin leiðir í ljós að eftir því sem þekking fólks á borgarstjórninni eykst þeim mun meira verður traustið.
Kynning Gallup á trausti til borgarstjórnar