Bilun í hreinsistöð við Ánanaust

Umhverfi Heilbrigðiseftirlit

""

Samkvæmt tilkynningu frá Veitum hefur komið upp bilun í hreinsistöð við Ánanaust og fer því óhreinsað skólp í sjó.

Í tilkynningu Veitna segir jafnfram að unnið sé að viðgerð og er vonast til að henni ljúki í kvöld. Skólpið, sem fer í sjó um neyðarlúgur, rennur í gegnum síur og ætti því sjáanlegt rusl að vera í minna lagi. Fjörur verða þó vaktaðar og hreinsaðar ef á þarf að halda næstu daga.

Hægt er að fylgjast með stöðu á neyðarlúgum fráveitu á https://www.veitur.is/fraveitusja