Náum áttum, samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, heldur Zoom fund um barnavernd á tímum Covid miðvikudaginn 14. apríl n.k. frá kl 8:30-10:00.
Á fundinum verður m.a. rætt um tilkynningar til Barnaverndar og hvernig hægt er að vinna með vandann í samþættri þjónustu við barnafjölskyldur og í samstarfi við skóla.
Dagskrá er sem hér segir;
- Tilkynningar á tímum Covid, tíðni og tegundir, Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur Ráðgjafar og fræðslusviðs Barnarverndarstofu.
- Stigskipt og samþætt þjónusta fyrir barnafjölskyldur, Hulda Björk Finnsdóttir, verkefnastjóri Brúarinnar í Hafnarfirði segir frá.
- Reynsla fólks á verkeferlum Brúarinnar. Karen Víðisdóttir, sérkennslustjóri á leikskólanum Vesturkot og Stefanía Ólafsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu Víðstaðaskóla fjalla um málið.
Tengill á fundinn verður sendur til þeirra sem skrá sig tímanlega á naumattum.is. Þeir sem ekki hafa notað Zoom áður geta kynnt sér kerfið á zoom.us.
Öll velkomin að taka þátt í fundinum.