Árbæjarskóli sigraði í Skrekk

Skóli og frístund

""

Úrslit í Skrekki, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur réðust í gærkvöld kvöld. Árbæjarskóli sigraði með sviðsverkið Annað viðhorf. Í öðru sæti var Fellaskóli með verkið Hvað er að gerast? og í þriðja sæti var Austurbæjarskóli með Í skugga ofbeldis.

23  skól­ar tóku þátt í undanúrslitunum á þremur kvöldum í Borgarleikhúsinu og átta komust í úrslit á lokakvöldinu. Sviðsverkin fjölluðu um allt milli himins og jarðar, m.a. um líkamsímynd, mikilvægi tónlistar fyrir lífsgleðina, kynferðisofbeldi, Covid-ástandið, svefnleysi, ólíka tjáningarmáta og staðalmyndir kynja. Unglingarnir spreyta sig á ýmsum sviðslistum og semja atriðin frá grunni; leik, söng, rapp, dans, leik­list og gjörn­inga. Þá sjá þeir sjálfir um uppfærslu með tækni, búningum og förðun. 

Skrekks-hátíðin 2021 var haldinn undir Covid-áhrifum en allir þátttakendur og áhorfendur þurftu að fara í Covid-hraðpróf til að fá að koma í Borgarleikhúsið. Sem betur fer reyndist enginn smitaður og fór því Skrekkur fram með fullum sal af áhorfendum. Eftirfarandi skólar og atriði voru í úrslitunum

  1. Laugalækjarskóli – Á bak við brosið
  2. Klettaskóli – Við erum við
  3. Austurbæjarskóli – Í skugga ofbeldis
  4. Seljaskóli - Svefnleysi 
  5. Fellaskóli – Hvað er að gerast?
  6. Árbæjarskóli – Annað viðhorf
  7. Hagaskóli - Fokk þöggun     
  8. Vogaskóli – Sjálfsmynd

Skrekkur er samstarfsverkefni grunnskóla og félagsmiðstöðva Reykjavíkur og RÚV.