Alþingiskosningar fara fram í dag laugardaginn 25. september 2021. Kjörstaðir í Reykjavík eru opnir frá 9-22.
Í þessum kosningum bætast við fimm nýir kjörstaðir. Þeir eru Frostaskjól, Höfðatorg, Álftamýrarskóli, Foldaskóli og Rimaskóli. Reykjavíkurborg hvetur kjósendur því eindregið til að fletta því upp hvar þeir eiga að kjósa, í mörgum tilfellum hefur kjörstaðurinn færst nær heimilinu. Á heimasíðu borgarinnar reykjavik.is er til dæmis hægt að slá inn heimilisfang í leitarglugga til að finna sinn kjörstað og skoða á korti tillögu að gönguleið á kjörstað, vegalengd hennar og staðsetningu næstu strætóbiðstöðvar.
Allar upplýsingar varðandi kosningar í Reykjavíkurborg eru veittar í s. 411-4915.
Beint streymi verður frá talningu atkvæða. Streymið hefst klukkan 22.00 í kvöld.
Allar upplýsingar um kosningarnar og streymið má nálgast á reykjavik.is/kosningar