Agnes tekur við stjórnartaumum í Sunnuási

Skóli og frístund

""

Agnes Ólafsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í leikskólanum Sunnuási í Laugardal.  

Agnes lauk prófi í leikskólakennarafræðum frá Fósturskóla Íslands 1993 og B.Ed. í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands 2008. Þá hefur hún lokið diplomu í stjórnun og forystu í lærdómssamfélagi frá Háskólanum á Akureyri og sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn á sviði uppeldis og menntunar frá sama skóla. 

Agnes hefur víðtæka reynslu af stjórnun leikskóla, auk þess sem hún hefur innleitt þróunarverkefni og nýjungar í leikskólastarfi. Hún hefur starfað í leikskóla í rúm 25 ár, sem leikskólakennari, deildarstjóri og verkefnastjóri en lengst af sem aðstoðarleikskólastjóri auk þess sem hún hefur starfað sem leikskólastjóri í afleysingum í  lengri og skemmri tíma. 

Agnes tekur við af Ólöfu Helgu Pálmadóttur sem hefur verið leikskólastjóri um áratugaskeið hjá Reykjavíkurborg.   

Alls bárust fimm umsóknir um starf leikskólastjóra í Sunnuási en umsóknarfrestur rann út 6. desember.