Ævintýrahöll á Árbæjarsafni um helgina

Skóli og frístund Mannréttindi

""

Um helgina lýkur Barnamenningarhátíð í Reykjavík hátíðlega með ofurspennandi Ævintýrahöll á Árbæjarsafni og verður boðið upp á menningardagskrá fyrir alla fjölskylduna. Frítt er inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

Á dagskránni eru m.a. Leikhópurinn Lotta, söngkonan Bríet, krakkakarókí, sögustund, Æskusirkus, Blaðrarinn, afródans, fuglasmiðja og öll dásamlega stemmingin sem Árbæjarsafn býður upp á.

Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.

Laugardagur 12. júní

10.15–10:45 Fjölskyldujóga Landakot

11:00-16:00 Bókaskiptimarkaður Líkn

11:00-12:00 Blaðrarinn, blöðrusmiðja – skráning á staðnum Landakot

13:00-15:00 Þykjó, skapandi textílsmiðja - skráning á staðnum - Kornhús

11:00-13:00 Járnbrautin í Reykjavík

12:00-13:00 Blaðrarinn, blöðrusmiðja - skráning á staðnum Landakot

12:45-13:45 Ævintýraleg sögustund með Bergrúnu Írisi Lækjargata

13:00-14:20 Æskusirkus, sirkussýning og smiðja

13:45-14:45 Ævintýraleg sögustund með Bergrúnu Írisi Lækjargata

14:00-15:00 Danssýning frá Dans Brynju Péturs Landakot

15:00-15:40 Fjölskylduafró með Söndru og Mamadí Landakot

15:30-16:30 Tónar unga fólksins, tónleikar Lækjargata

 

Sunnudagur 13. júní

10.00–11:00 Fjölskyldujóga Landakot

10:00-16:00 Bókaskiptimarkaður Líkn

11:00-13:00 Járnbrautin í Reykjavík

11:00-12:30 Flugdrekasmiðja, skráning á staðnum

12:00-13:00 Fuglasmiðja Ýrúarí - skráning á staðnum Lækjargata

13:00-13:30 Leikhópurinn Lotta – úti á túni

13:00-15:00 Þykjó - skapandi textílsmiðja - skráning á staðnum Kornhús

14:00-15:00 Fuglasmiðja Ýrúarí – skráning á staðnum Lækjargata

13:30-14:00 Danssýning frá Dans Brynju Péturs

14:00-15:00 Krakkakarókí - Landakot

15:00-15:30 Bríet syngur nokkur lög

15:30-16:00 Allskonar skemmtilegt

 

Handverk í húsunum, heitar lummur, og ævintýri á hverju strái

Við hvetjum fólk til að taka strætó, hjóla eða ganga – bílastæði af skornum skammti.