Aðgerðaráætlun gegn ofbeldi – umsagnarferli

Mannréttindi Mannlíf

""

Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar vinnur nú að nýrri aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Óskað er eftir ábendingum um verkefni sem ekki eru í drögunum eða um annað sem betur mætti fara.

Áætlunin er sett fram til að fá yfirsýn yfir þau fjölmörgu verkefni sem borgin sinnir í vinnu gegn ofbeldi. Henni er einnig ætlað að vera vegvísir í baráttunni gegn ofbeldi og tryggja að þau verkefni sem tilgreind eru verði framkvæmd.

Allir borgarbúar eru hvattir til að kynna sér aðgerðaráætlunina og senda umsagnir og ábendingar í gegnum Betri Reykjavík. Frestur til að skila inn umsögnum eða ábendingum er til og með 19. nóvember 2021.