50 milljónir til þróunar- og nýsköpunarverkefna í skóla- og frístundastarfi
Skóli og frístund
Tólf verkefni fá þróunarstyrki frá skóla- og frístundaráði á næsta skólaári en alls bárust nítján styrkumsóknir til verkefna sem tengjast innleiðingu á nýrri menntastefnu Látum draumana rætast.
Eftirtalin verkefni fá styrki ráðsins:
- Það þarf þorp; samstarfsverkefni um félagsfærni og sjálfseflingu sem leikskóli, grunnskóli og frístundastarf í Bakkahverfinu í Breiðholti tekur þátt fær 4 milljónir kr. í styrk. Verkefnið fékk hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í liðnum mánuði.
- Flæði og samsetning, samstarfsverkefni leikskólanna Engjaborgar, Funaborgar, Hólaborgar og Sunnufoldar og HÍ um sjálfseflingu og félagsfærni fær 4. milljóna króna styrk.
- Leikskólarnir Árborg, Rofaborg, Blásalir, Heiðarborg, Rauðaborg og Rauðhóll í samstarfi við Íþróttafélagið Fylki og HÍ fá 4 milljóna króna styrk til verkefnisins Heilsuefling leikskólabarna í Árbæjarhverfi.
- Vertu velkomin/n í hverfið okkar – Viltu tala íslensku við mig? fær 4 milljónir króna í styrk. Verkefnið er samstarfsverkefni allra grunnskóla í Grafarvogi og Kjalarnesi og unnið í samstarfi við HÍ og Íslenskuþorpið. Þetta verkefni fékk 6,5 milljónir kr. styrk á síðasta skólaári.
- Skapandi námssamfélag í Breiðholti, samstarfsverkefni Fab-Lab Reykjavík, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Fellaskóla, Hólabrekkuskóla, Seljaskóla, Háskóla Íslands, Fjölbrautarskólans í Breiðholti, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, RG Menntaráðgjafar og Vísindasmiðju HÍ fær 4 milljónir kr. í styrk. Verkefnið fékk einnig styrk á liðnu skólaári upp á 6,5 milljónir króna og og 6 milljónir kr. á skólaárinu 2020 - 2021.
- Verkefnið Austur-Vestur, sem eru sköpunar og tæknismiðjur í grunnskólastarfi, og er samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Vesturbæjarskóla, Selásskóla og Háskóla Íslands fær 4 milljónir króna í styrk. Verkefnið hefur fengið 10,7 milljónir króna í styrki sl. tvö ár og hlaut hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs í liðnum mánuði.
- Kyn- og ofbeldisfræðsla í félagsmiðstöðvum, Fræði og fagstarf, samstarfsverkefni félagsmiðstöðva í Kringlumýri, Réttarholtsskóla, Jafnréttisskólans og RannTóm fær 4 milljónir króna í styrk.
- Hinsegyn - Hinseginvænn Grafarvogur og Kjalarnes fær 5 milljónir króna í styrk, en það er samstarfsverkefni allra grunnskóla og félagsmiðstöðva í Grafarvogi og Kjalarnesi auk frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbæjar og HÍ.
- Hlíðaskóli, Dalskóli, Hamraskóli, Borgaskóli, Engjaskóli og Víkurskóli fá 4 milljónir króna í styrk til verkefnisins Áframhald innleiðingu leiðsagnarnáms í þekkingarskólum í samstarfi við Menntafléttu HÍ o.fl..
- Leikskólarnir Laugasól og Blásalir, Austurbæjarskóli og Miðja máls og læsis í samstarfi við Menntamálastofnun og námsbraut í talmeinafræði við HÍ fá 4 milljónir króna í styrk til verkefnisins Fyrstu 1000 orðin.
- Öll sem eitt, samstarfsverkefni allra frístundamiðstöðva og félagsmiðstöðva, Samtakanna 78, fagskrifstofu frístundamála, Þekkingarmiðstöðvar í málefnum fatlaðra barna og Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu borgarinnar fær 4 milljónir kr.
- Frístundamiðstöðin Tjörnin í samstarfi við Stígamót, Jafnréttisskóla Reykjavíkur, Menntavísindasvið HÍ/RannKyn fær 5 milljónir króna til verkefnisins Tökum samtalið! Klám er ekki kynfræðsla.
Til hamingju allir styrkþegar!