Umsóknafrestur um stofnframlög - framlengdur umsóknarfrestur

Velferð Fjármál

""

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um stofnframlög til og með 29. apríl nk. og er það í samræmi við ákvörðun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um lengri frest. 

Borginni er heimilt heimilt að veita stofnframlög til kaupa eða byggingar á leiguíbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum.

Markmið með veitingu stofnframlaga er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga í Reykjavík sem eru undir tekju- og eignarmörkum laga um almennar íbúðir  með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.

Veitingu stofnframlaga er ætlað að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir í Reykjavík á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda.

Nánari upplýsingar um stofnframlög