Tökum þátt í að móta lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar

Samgöngur Velferð

""

Reykjavíkurborg vinnur nú að mótun lýðræðisstefnu sem mun leggja grunninn að skýrri og gagnsærri umgjörð íbúalýðræðis innan Reykjavíkurborgar. Markmiðið er að efla samráð við borgarbúa og auka enn frekar möguleika þeirra á að hafa áhrif á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar.

English and Polish below.

Opnuð hefur verið vefsíðan lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar þar sem öllum sem hafa áhuga á málefninu er velkomið að setja inn hugmyndir að aðferðum til þess að bæta lýðræðið í Reykjavíkurborg.

Haldinn verður opinn fundur á Kjarvalsstöðum þann 19. maí nk. klukkan 19.30. Um er að ræða vinnufund þar sem meðal annars verða ræddar  þær hugmyndir sem fram koma á vef um lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Á fundinum gefst öllum sem áhuga hafa á lýðræði einstakt tækifæri til að leggja hönd á plóg við mótun stefnunnar. 

Til að tryggja að sjónarmið sem flestra komist til skila verða skipaðir rýnihópar með einstaklingum sem segja sínar skoðanir á lýðræðinu í Reykjavík. Valið er í rýnihópana eftir slembiúrtaki undir leiðsögn ráðgjafafyrirtækis.

Að þessu loknu verða svo unnin drög að lýðræðisstefnu og munu þau fara í umsagnarferli þegar þau liggja fyrir. 

Með þessu móti er tryggð eins góð aðkoma allra sem eru áhugasamir um þessa vinnu að ferlinu og að sjónarmið og hugmyndir séu teknar til greina við gerð stefnunnar. Þetta er mikilvægt ferli sem verður leiðarljós Reykvíkinga allra um lýðræðislega umgjörð okkar til framtíðar.

Við viljum vita hvað þú hefur til málanna að leggja.

Hvað finnst þér?

Hvað finnst þér að eigi að vera í lýðræðisstefnunni okkar?

Taktu þátt!

Opinn fundur um lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar á Kjarvalsstöðum 

Farðu inn á https://reykjavik.is/lydraedisstefna

Til að fá nánari upplýsingar sendu póst á hugmynd@reykjavik.is

__________________________

English:

Would you like to participate in shaping the City’s democracy policy?

The City of Reykjavik is currently formulating a democracy policy that will be the basis for clear and transparent democratic processes within the City of Reykjavik. The goal is to increase consultation and involvement with residents and give them the opportunity to have say in city‘s administrative system.

The policy should be a guiding principle in the decision making system and how residents participate.

A website is now open and we encourage people to have a look, to add their ideas and to comment on other‘s ideas. The site has 3 language options, and people may participate in Icelandic, English and Polish. Here is the main site: https://reykjavik.is/lydraedisstefna. Open the link and choose English or Polish.

There will be an open meeting on 19 May, 19:30 at Kjarvalsstaðir. This will be a working meeting where the ideas that were proposed will be discussed, and everyone will have the opportunity to express their opinion.

After the open meeting a draft of the democracy policy will be written and published so that people may review it and send in comments. In this way, we hope to ensure equal participation of all who are interested in the process and that their views and ideas are taken into account during the drafting of the policy.

Do you have any questions? Send us an email: hugmynd@reykjavik.is

We want to hear your opinion.

We want to know what you think.

What do you think the democracy policy should include?

Get involved!

All are welcome!

______________

Czy chcesz wziąć udział w kształtowaniu Polityki Procedur Demokratycznych Miasta Reykjavik?



Miasto Reykjavik rozpoczęło pracę nad kształtowaniem Polityki Procedur Demokratycznych, która ma dać jasną i przejrzystą podstawę demokracji obywatelskiej w Reykjaviku. Celem polityki jest lepszy kontakt z obywatelami i zwiększenie ich wpływu na działanie administracji miasta.



Polityka Procedur Demokratycznych będzie dokumentem przewodnim zarówno dla mieszkańców miasta, jak i dla systemu administracyjnego, o tym w jaki sposób mieszkańcy mogą wpływać na decyzje w sprawie projektów w Reykjaviku.



Na nowo otwartej stronie internetowej https://reykjavik.is/lydraedisstefna, każda osoba zainteresowana może podzielić się pomysłami dotyczącymi poprawy procedur demokratycznych w Reykjaviku.

Dnia 19 maj 2020 o godz. 19:30 w Muzeum Kjarvalsstaðir odbędzie się spotkanie i warsztaty na których omówione zostaną pomysły pojawiające się na wspomnianej stronie internetowej.



Chcemy wiedzieć, co o tym myslisz.

Co powinno być uwzględnione w naszej polityce procedur demokratycznych?

Weź udział!