Þrír sóttu um að vera skólastjóri við Draumaskólann Fellaskóla en umsóknarfrestur rann út 18. maí síðastliðinn.
Umsækjendur eru;
- Helgi Gíslason
- Íris Anna Steinarrsdóttir
- Þórdís Sævarsdóttir
Fellaskóli er grunnskóli fyrir börn í fyrsta til tíunda bekk og stendur við Norðurfell 17-19 í Reykjavík. Nemendur eru u.þ.b. 330 og eru að jafnaði ein til tvær bekkjardeildir í árgangi. Í Fellaskóla er leitast við að sníða skólastarfið í samræmi við eðli og þarfir nemenda.