Skák og mát á netinu

Covid-19 Skóli og frístund

""

Netskákmót skóla- og frístundasviðs í mars sló rækilega í gegn meðal nemenda og nú verður hægt að tefla á ný.

Skáknetmót fyrir alla grunnskóanemendur verða haldin á fimmtudögum og laugardögum. Fimmtudagsmótin hefjast klukkan16:30 og á laugardögum er teflt frá klukkan 11:00. Nú þegar hafa um 250 börn og ungmenni skráð sig til leiks. .

Á síðustu sex skákmótum hafa að meðaltali 54 nemendur teflt og öllum er velkomið að freista þess að gera mótherja sinn skák og mát.  

Hér eru skrefin sem þarf að fara í gegnum til þess að taka þátt í skákmóti á netinu 

  1. Búa til aðgang á www.chess.com (frítt)
  2. Gerast félagi í hópnum “Reykjavík-skólar”: https://www.chess.com/club/reykjavik-skolar
  3. Skrá sig á mótin sem er hægt allt að 60 mínútum áður en þau hefjast.

Mótin eru líka auglýst á forsíðu hópsins inn á chess.com.



Dagskrá út aprílmánuð; 

Alla fimmtudaga 16:30-ca.17:40 (5 umferðir -  þáttakendur bíða eftir að allir ljúki við sínar skákir áður en næsta fer í gang):

https://www.chess.com/live#t=1190130 (Tengill gildir fyrir mótið þann 16. apríl, tenglar verða uppfærðir á á chess.com vikulega)

Alla laugardaga 11:00-12:00 (Teflt í 60 mínútur): 

https://www.chess.com/live#r=183800 (Tengill gildir fyrir mótið þann 18. apríl. 

Mælt er með að nota borðtölvu/fartölvu.