Samkeppni um ljósverk á Vetrarhátíð 2021

Menning og listir Mannlíf

""

Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa fyrir samkeppni um þrjú ljósverk fyrir Vetrarhátíð 2021 sem stendur yfir dagana 4.-7. febrúar nk.

Vetrarhátíð verður nú haldin í 19. sinn og frá upphafi hefur markmiðið með hátíðinni verið að skemmta fólki á höfuðborgarsvæðinu og gefa því tækifæri til að njóta menningar, lista, íþrótta og útiveru í eigin sveitarfélagi og/eða heimsækja nágranna sína.

Ljósverk Vetrarhátíðar hafa lýst upp vetrarmyrkrið og lífgað upp á borgina á meðan að hátíðin stendur yfir.

Ljósverkasamkeppnin er opin öllum hönnuðum, arkitektum, myndlistarfólki, tónlistarfólki, ljósafólki, tölvunarfræðingum eða öðrum þeim sem vinna með rafmagn, hönnun og list í einhverju formi. Hvatt er til samstarfs milli ólíkra greina.

Kostur er ef verkið felur í sér gagnvirkni sem kallar á þátttöku gesta Vetrarhátíðar.

Undanfarin ár hefur Hallgrímskirkja verið eitt helsta kennileiti hátíðarinnar og eru ein verðlaun eyrnamerkt vörpun á stafrænu verki á Hallgrímskirkju, en önnur verk má framkvæma hvar sem er í borgarlandinu.

Markmið samkeppninnar er að virkja íslenskt hugvit og skapa lifandi og spennandi umhverfi á Vetrarhátíð 2021.

Verðlaun

Fyrstu verðlaun 1.000.000 kr.

Önnur verðlaun 500.000 kr.

Þriðju verðlaun 300.000 kr.

Áherslur dómnefndar

Dómnefnd leggur eftirfarandi áherslur í mati sínu:

sterk heildarhugmynd

listrænt gildi tillögu

praktísk hagnýting tillögu

Dómnefnd skipa:

Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar.

Svanborg Hilmarsdóttir, tæknistjóri götuljósa ON

Rebekka Guðmundsdóttir, borgarhönnuður og verkefnastjóri hjá Skipulags- og framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar

Marcos Zotes, arkitekt Basalt arkitektar, AÍ

Búi Bjarmar Aðalsteinsson, hönnuður

Keppnisritari og trúnaðarmaður:

Gerður Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Frestur til að senda inn fyrirspurnir er 17. nóvember.

Skilafrestur rennur út á miðnætti þann 14. desember næstkomandi.

Ítarlega keppnislýsing