Nawras pasta innkallað

Innkallanir matvæla

""

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallar Nawras pasta vegna ómerkts ofnæmisvalds

Miðausturlandamarkaðurinn ehf.  hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Vermicelli pasta frá Nawras, 400 g.

Ástæða innköllunar er að hveiti, sem er ofnæmisvaldur, er vanmerktur í innihaldslýsingu vörunnar. Varan er því hættuleg þeim sem eru með ofnæmi fyrir hveiti (glúteni).

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki:

Nawras

Vöruheiti:

Gele Vermicelli

Strikanúmer:

Ekki tilgreint.

Nettómagn

400 g

Geymsluþol (best fyrir eða síðasti notkunardagur):

Ekki tilgreint.

Lotunúmer:

Allar lotur.

Framleiðsluland:

Tyrkland

Framleiðandi eða innflytjandi (heiti og heimilisfang):

Miðausturlandamarkaðurinn ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík

Dreifing:

Miðausturlandamarkaðurinn ehf.



Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í Miðausturlandamarkaðinn þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við Miðausturlandamarkaðinn, Lóuhólum 2-6.