Líðan barna á tímum Covid-19 veirunnar

Covid-19 Velferð

""

Náum áttum hópurinn heldur Zoom fund um líðan barna og unglinga á tímum Covid-19 miðvikudaginn 11. nóvember n.k.  frá kl 8:30-10:00. Rætt verður um félagslega heilsu barna, skyggnst í frásagnir barna og vináttu á tímum veirunnar.

Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis, talar um félagslega heilsu, einmanaleika og seiglu á tímum Covid-19.

Sigurveig Þórhallsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni barna, segir frá frásögnum barna af Covid-19.

Linda Hrönn Hrafnsdóttir, Leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill, fjallar um vináttu á veirutímum.

Tengill á fundinn verður sendur til þeirra sem skrá sig tímanlega á naumattum.is. Þeir sem ekki hafa notað Zoom áður geta kynnt sér kerfið á zoom.us.

Fundarstjóri að þessu sinni er Rafn M. Jónsson.  Öll velkomin að taka þátt í fundinum.

Auglýsing fundarins