Í dag (17.11.2020) og næstu daga fram í næstu viku fer fram leit að rangtengingum í fráveitukerfi Reykjavíkur í Höfðahverfinu. Því má búast við að skærgrænn litur geti komið fram í Grafarvogi en ekki er nein ástæða til að láta sér bregða. Efnið sem veldur litbrigðunum er fluorescein sodium salt sem er skaðlaust fyrir umhverfið og eyðist í náttúrunni á innan við sólarhring.