Landfylling í Skerjafirði

Skipulagsmál

""

Drög að tillögu að matsáætlun fyrir landfyllingu í Skerjafirði er komin í auglýsingu. Frestur til að skila inn athugasemdum til og með 29. apríl.

Reykjavíkurborg áformar að gera 4,3 ha landfyllingu og sjóvarnargarð í Skerjafirði. Svæðið er staðsett austan núverandi byggðar í Skerjafirði og sunnan aflagðrar NA – SV flugbrautar (06-24) Reykjavíkurflugvallar. Landfyllingin er liður í þéttingu byggðar og uppbyggingu nýs hverfis í suðvesturhluta borgarinnar í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 - 2030.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að uppfylla markmið Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 fyrir þéttingu byggðar innan þéttbýlismarka Reykjavíkur á þróunarsvæði Þ5 sem kallast Nýi Skerjafjörður. Gert verður sérstakt deiliskipulag fyrir þann hluta hverfisins sem liggur ofan á landfyllingu eftir að vinnu við deiliskipulag fyrir nyrðri hluta er lokið.

Hægt er að kynna sér matsáæltunina og skýrslu um málið hér, mat á umhverfisáhrifum: Landfylling í Nýja Skerjafirði. 

  • Haft verður samráð við ýmsa aðila meðan á matsvinnu stendur, bæði lögboðna umsagnaraðila sem og aðra hagsmunaaðila í samræmi við ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
  • Eftir að Reykjavíkurborg hefur uppfært tillögu að matsáætlun með hliðsjón af athugasemdum sem berast við drög tillögunnar verður tillaga að matsáætlun send til Skipulagsstofnunar.
  • Gera má ráð fyrir að framkvæmdir geti tekið að lágmarki um 2 ár eftir að framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út.

Senda athugasemdir

Drög að tillögu að matsáætlun fyrir ofangreinda framkvæmd hafa nú verið lögð fram til kynningar. Allir geta kynnt sér drögin og lagt fram athugasemdir. 

Athugasemdafrestur er frá 8. - 29. apríl 2020 og skal merkja „Landfylling í Skerjafirði“ og senda með tölvupósti á netfangið anna.rut.arnardottir@efla.is eða með bréfpósti á EFLA verkfræðistofa, B.t. Önnu Rutar Arnardóttur, Lyngháls 4, 110 Reykjavík.

Tengill

Skipulag í kynningu: Landfylling í Skerjafirði