Jólatréssala í gróðurhúsinu á Lækjartorgi hefst á fimmtudaginn 17. desember nk.
Skógræktarfélagið í samstarfi við Reykjavíkurborg mun nú einnig bjóða upp á jólatréssölu á Lækjartorgi frá og með17.- 23.desember. Komið verður upp aðstöðu í gróðurhúsinu á Lækjartorgi. Með þessu er verið að auka aðgengi enn frekar að trjánum og verður notaleg jólastemmning í gróðurhúsinu. Boðið verður upp á jólatré, tröpputré og greinabúnt. Opið virka daga frá 16.00-20.00 og helgina 19.- 20. des frá 14.00-18.00
Það er líka orðið jólalegt um að litast í Kvosinni því síðastliðinn laugardag þann 12. desember var opnaður skemmtilegur jólamarkaður sem ber heitið Jólakvosin. Markaðurinn verður við Novasvellið á Ingólfstorgi og teygir anga sína inn í Austurstræti og Veltusund. Á boðstólum verða margskonar veitingar, ýmis gjafavarningur og skemmtun fyrir fjölskylduna frá Sirkus Íslands í jólalegu og huggulegu umhverfi. Jólasveinar munu mæta í heimsókn um helgar og gleðja börnin. Í nágrenninu má svo finna iðandi mannlíf, veitingastaði og fjölbreytt úrval verslana.
Opið verður frá 18. des. fram á Þorláksmessu. Opið verður frá kl. 12:00-20:00 um helgar og 16:00-20:00 virka daga.
Meðal þátttakenda í Jólakvosinni verða Grillmarkaðurinn, Fiskmarkaðurinn, Sirkus Íslands, Icemart, Bake me a wish og Skúli craft bar auk þess sem kaffihús er á staðnum og handverksfólk býður vörur sínar. Jólamarkaðurinn í Kvosinni er unninn í samstarfi við og styrktur af Reykjavíkurborg.
Sóttvarnareglum verður að sjálfsögðu fylgt í hvívetna og eindregið er hvatt til grímunotkunar við markaðinn.