Jólatréssala í gróðurhúsinu á Lækjartorgi og Jólakvosin

Menning og listir Mannlíf

""

Jólatréssala í gróðurhúsinu á Lækjartorgi hefst á fimmtudaginn 17. desember nk. 

Skógræktarfélagið í samstarfi við Reykjavíkurborg mun nú einnig bjóða upp á jólatréssölu á Lækjartorgi frá og með17.- 23.desember. Komið verður upp aðstöðu í gróðurhúsinu á Lækjartorgi. Með þessu er verið að auka aðgengi enn frekar að trjánum og verður notaleg jólastemmning í gróðurhúsinu. Boðið verður upp á jólatré, tröpputré og greinabúnt. Opið virka daga frá 16.00-20.00 og helgina 19.- 20. des frá 14.00-18.00

Það er líka orðið jólalegt um að litast í Kvosinni því síðastliðinn laug­ar­dag þann 12. des­em­ber var opnaður skemmti­leg­ur jóla­markaður sem ber heitið Jóla­kvos­in. Markaður­inn verður við Novasvellið á Ing­ólf­s­torgi og teyg­ir anga sína inn í Aust­ur­stræti og Veltu­sund. Á boðstól­um verða margskon­ar veit­ing­ar, ýmis gjafa­varn­ing­ur og skemmt­un fyr­ir fjöl­skyld­una frá Sirk­us Íslands í jóla­legu og huggu­legu um­hverfi. Jóla­svein­ar munu mæta í heim­sókn um helg­ar og gleðja börn­in. Í ná­grenn­inu má svo finna iðandi mann­líf, veit­ingastaði og fjöl­breytt úr­val versl­ana.

Opið verður frá 18. des. fram á Þor­láks­messu. Opið verður frá kl. 12:00-20:00 um helg­ar og 16:00-20:00 virka daga.

Meðal þátt­tak­enda í Jóla­kvos­inni verða Grill­markaður­inn, Fisk­markaður­inn, Sirk­us Íslands, Icemart, Bake me a wish og Skúli craft bar auk þess sem kaffi­hús er á staðnum og hand­verks­fólk býður vör­ur sín­ar. Jóla­markaðurinn í Kvos­inni er unn­inn í sam­starfi við og styrkt­ur af Reykja­vík­ur­borg.

Sótt­varn­a­regl­um verður að sjálf­sögðu fylgt í hví­vetna og ein­dregið er hvatt til grímu­notk­un­ar við markaðinn.