Innritun í skóla- og frístundastarf hefst 4. mars

Skóli og frístund

""

Miðvikudaginn 4. mars kl. 10:00 hefst innritun fyrir börn í Reykjavík sem fara í 1. bekk grunnskóla og börn í 1.-4. bekk á frístundaheimili haustið 2020. Innritunin stendur til 16. mars. 

Spennandi tímar eru að hefjast hjá elstu leikskólabörnunum sem byrja í grunnskóla í haust. Þessa dagana eru þau að fá póstkort þar sem þau eru boðin velkomin í skóla- og frístundastarfið þar sem þau halda áfram að læra um stafina, að lesa og skrifa. 

Frá og með 4. mars kl. 10:00 verður hægt að sækja um grunnskóla fyrir 1. bekkinga og vist á frístundaheimili fyrir börn sem eru að fara í 1.- 4. bekk og í sértækar félagsmiðstöðvar fyrir börn með skilgreinda fötlun sem eru að fara í 5. – 10. bekk. Innritun fer fram á https://fristund.vala.is/umsokn/#/

Nánari upplýsingar fyrir foreldra um innritun barna í grunnskóla og frístundastarfið eru á Foreldravefnum.