Borgarráð hefur samþykkt tillögu skóla- og frístundaráðs þess efnis að heimila leikskólum sem hafa tæmt sína biðlista og hafa laus leikskólarými að innrita yngri börn en almennt gerist í leikskólum borgarinnar.
Þessir leikskólar eru í austurhluta borgarinnar auk þess sem einstaka leikskólar í öðrum hverfum geta jafnframt bætt við sig börnum á sömu forsendum. Foreldrum er bent á að börn innritast í leikskóla samkvæmt aldursröð; þau elstu fyrst og miðað er við að börn sem orðin eru 18. mánaða 1. september ár hvert fái boð um eikskóladvöl það sama haust.
Síðast liðin ár hefur verið unnt að bjóða stórum hópi yngri barna leikskólagöngu en staða biðlista er nokkuð misjöfn eftir hverfum borgarinnar og foreldrar eru hvattir til að leita upplýsinga um þá leikskóla sem líklegir eru til að hafa svigrúm til inntöku yngri barna. Upplýsingar er að fá í gengum netfangið innritun.leikskolar@reykjavik.is eða í síma 4111111.