Innköllun á Wasa hrökkbrauði

Heilbrigðiseftirlit

""

Sláturfélag Suðurlands (SS), að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum tvær gerðir af Wasa hrökkbrauði; Wasa Sesam & Havssalt og Wasa Sesam Gourmet

Ástæðan fyrir innkölluninni er að varnarefnið ethylene oxíð greindist í vörunni en það er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu.  Neysla á matvælum sem innihalda ethylene oxíð til langs tíma getur verið heilsuspillandi.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Wasa

Vöruheiti: Sesam & Havssalt      

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 31.8.2021

Lotunúmer: S01086800

Nettómagn: 290 g

Geymsluskilyrði: Á ekki við

Framleiðandi: Barilla/Wasa

Framleiðsluland: Svíþjóð

Vörumerki: Wasa

Vöruheiti: Sesam Gourmet         

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 31.1.2021, 30.4.2021, 30.6.2021

Lotunúmer: G01044710, G01045630, G01046190

Nettómagn: 220 g

Geymsluskilyrði: Á ekki við

Framleiðandi: Barilla/Wasa

Framleiðsluland: Svíþjóð

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Sláturfélag Suðurlands (SS), Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Dreifing:

Wasa Sesam & Havssalt:  Fjarðarkaup, Aðföng (Hagkaup), Verslun Einars Ólafssonar, Melabúðin, Hlíðarkaup, Ikea, jólagjafasala til fyrirtækja.

Wasa Sesam Gourmet: Hlíðarkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, gjöf til mæðrastyrksnefndar, jólagjafasala til fyrirtækja.

Leiðbeiningar til neytenda:

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreindar vörur eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga eða skila til Sláturfélags Suðurlands, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.